top of page

Tásuhringur

Leikir með jógahjartapúða

Henda hratt á milli!

Jafnvægi

Þakklæti

Öndun

Hugleiðsla

Slökun

Hver felur?

Óska sér

Fyrir 3-30 krakka!

Sitjið í hring. Einhver byrjar á að halda á Jógahjartapúðanum með tánum og lætur hann svo ganga án snertingar handa til þess sem er við hliðina. Látið hann ganga hringinn án þessa að snerta gólfið! Gangi ykkur vel.

Fyrir 7-20 krakka!

Standið í hring. Einhver byrjar á að halda á Jógahjartapúðanum og kalla nafnið á þeim sem á að grípa og kastar því varlega til viðkomandi, þannig gengur það koll af kolli. Í næstu umferð bætir fyrsta manneskja við öðrum púða og svo þeim þriðja! Haldið einbeitingunni og munið að hlæja!

Fyrir 3-30 krakka!

Standið í hring. Frysta manneskja byrjar á að setja Jógahjartapúðann á höfuðið og gengur að einhverjum öðrum í hringnum án þess að missa púðann af höfðinu. Allir fá að spreyta sig, Munið að halda jafnvægi og ekki missa púðann!!

Fyrir 3-30 krakka!

Sitjið í hring! Einhver tekur Jógahjartapúðann fyrst og heldur á honum upp við miðjan líkamann í hjartahæð. Viðkomandi lokar augunum og segir:  "Ég heiti ...... og ég er þakklát/ur fyrir ........ " Púðinn gengur svo hringinn.

Fyrir 1 eða fleiri  í slökun

Leggstu niður. Leggðu Jógahjartapúðann á naflann. Andaðu inn og lyftu honum upp með naflanum. Láttu hann síga niður á útöndun. Endurtaktu! Lærum að gefa lungunum meira pláss með slökum kvið.

Fyrir 1

Sittu með beint bak og krosslagða fætur (eða í stól). Lokaðu augunum. Haltu Jógahjartapúðanum upp við miðjan líkamann í hjartahæð. Andaðu djúpt og sjáðu fyrir þér ljós í hjarta. láttu ljósið í hjartanu stækka á hverri innöndun.

Fyrir 1 eða fleiri 

Leggstu niður og láttu hjartað á hvolf yfir andlit: yfir augu og enni.

Slakaðu á og gefðu meðvitað eftir í öllum líkamanum. Andaðu hægt og djúpt.

Fyrir 1 eða fleiri 

Sitjið í hring. Einn fer úr hópnum og bíður eftir kalli hópsins til baka. Ein manneskja í hópnum tekur Jógahjartapúðann og felur á sér (innan undir peysu, í ermi, undir fæti eða e-ð slíkt) Allir í hópnum loka augum og allir nema sá/sú sem felur senda hlýju til hjarta þess sem felur. Sá/Sú sem fór út snýr aftur, gengur hringinn og notar innsæi og skynjun til að finna hver er baðaður í hjartahlýju hópsins.

Fyrir 1 eða fleiri 

Haltu á Jógahjartapúðanum og óskaðu þér. Láttu hann ganga þar til allir hafa óskað sér. Það er gott að eiga góða drauma.

  • Wix Facebook page
  • Blogger Basic Square
  • Instagram App Icon
  • YouTube Reflection
  • LinkedIn App Icon
bottom of page