top of page

Hér er að finna lista yfir útgefið efni um jóga, hugleiðslu eða slökun fyrir börn. Einnig má senda okkur ábendingar um bækur og efni á jogahjartad@gmail.com.

Útgefið efni

Krakkajóga - Mynddiskur frá Þingvöllum

 

Hér er á ferðinni stórskemmtilegt myndband þar sem áherslan er á leik og gleði.

Börnin læra ýmsar jógastöður og æfingar sem styrkja jafnvægi, skerpa einbeitingu og hjálpa til við slökun.

Dýraríkið og náttúran eru áberandi í krakkajóga og þótt leikgleðin sé í fyrirrúmi er myndbandið í senn bæði fræðandi og örvandi fyrir ímyndunaraflið.

Að útgáfunni standa Auður Bjarnadóttir jógakennari og Erumenn.

Smellið á myndina til hægri til að lesa meira.

Auður og gamla tréð - myndskreytt jógabók fyrir börn

 

Í bókinni eru einnig að finna góðar útskýringar á jógastöðum sem tengjast sögunni svo börn og fullorðnir geta prófað sig áfram og leikið við Auði. Þannig hvetur bókin
til samveru fjölskyldunnar og kynnir jóga fyrir börnum á aðgengilegan hátt.
Sagan hvetur til hreyfinga og getur aukið sjálfstraust barna og hugarró.

Bókina prýða fallegar vatnslitamyndir.

Auður og gamla tréð er fyrsta bók Evu Rúnar Þorgeirsdóttur og Stellu Sigurgeirsdóttur.

Smellið á myndina til hægri til að lesa meira.

Garður hugans - hugleiðslubók

 

Í þessari bók leiðir höfundur lesandann í ferðalag inn á við, í garð hugans, með þann tilgang í huga að finna innri ró og frið.

Höfundur: Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir.

 

Smellið á myndina til hægri til að lesa meira.

Snerting, jóga og slökun - handbók fyrir leik- og grunnskólakennara

 

Markmið þessa rits er að kynna snertingu, jóga og slökun í leik- og grunnskólastarfi sem eina mögulega aðferð til að skapa rólegra umhverfi. Einnig er markmiðið það að gera börnin sjálf leiknari í því að finna sitt eigið jafnvægi í gegnum snertingu, jóga og slökun og efla þannig "lífsleikni" þeirra.

 

Smellið á myndina til hægri til að lesa meira.

  • Wix Facebook page
  • Blogger Basic Square
  • Instagram App Icon
  • YouTube Reflection
  • LinkedIn App Icon
bottom of page