top of page

Jógahjartað hefur það markmið að veita börnum jógakennslu í sínum heimaskóla.

 

Orðið Jóga (yoga) á rætur í sanskrít og þýðir m.a. sameining.  

Með jógaiðkun vinnum við með líkama, huga og sál sem eina heild. Iðkunin er þekkt fyrir að auka núvitund og minnka skvaldur hugans. Þegar hugurinn kyrrist og við verðum meðvitaðri um augnablikið hér og nú eykst rýmið til að skynja okkur sjálf betur og uppgötva hver við erum í raun og veru.

 

Jógaiðkun hefur reynst vel í nútíma samfélagi til að vinna gegn streitu og stuðla að andlegu og líkamlegu jafnvægi. Jóga eins og við þekkjum það í nútímanum felur oftast í sér líkamsæfingar, öndunaræfingar, hugleiðslu og slökun. 

 

Jógaæfingar auka liðleika og styrk, örva blóðflæði, bæta meltinguna og teygja og slaka á vöðvum. 

 

Meðvituð öndun er grunnurinn í jógaiðkuninni og opnar fyrir dýpri skynjun líkamans og meiri stjórn á hugsanaflæði. Djúp öndun hjálpar börnum að róa tilfinningar sínar og minnka streitu.

 

Hugleiðsla stuðlar að meiri hugarró, betri eftirtekt og gerir okkur tilbúnari til að takast á við amstur dagsins. Hugleiðsla er skemmtileg leið til að taka til í huganum. Hún fækkar ágengum hugsunum og hjálpar okkur að ná betra tilfinningajafnvægi.

 

Slökun er mikilvægur hluti af jógaiðkun en þar er verið að hvíla líkamann á markvissan hátt og hægja á öndun.  

 

Stefnt er að því að bjóða kennslu á þessum svæðum árið 2014.

Samræmist starf Jógahjartans aðalnámskrá grunnskóla og tilmælum landlæknisembættisins?

Aðalnámskrá grunnskóla

Heilbrigði og velferð er einn af sex grunnþáttum menntunar í aðalnámskrá grunnskóla (2011/2013). Lesa meira.

Þar segir meðal annars:

"Heilbrigði byggist á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Það ræðst af flóknu samspili einstaklings, aðstæðna og umhverfis. Allt skólastarf þarf að efla heilbrigði og stuðla markvisst að velferð og vellíðan enda verja börn og ungmenni stórum hluta dagsins í skóla."

 

Heilbrigði og velferð

Þemahefti um Heilbrigði og velferð (2013) er ætlað að styðja við og leiðbeina skólastjórnendum og kennurum að flétta heilbrigði og velferð inn í daglegt starf skólans. Lesa meira.

 

Jóga eflir bæði líkamlega og andlega heilsu þar sem hreyfing, hugleiðsla og slökun fer saman.

 

Virkni í skólastarfi

Á vef landlæknisembættis má finna upplýsingar sem varðar heilsu og líðan barna á mismunandi skólastigum. Þar er meðal annars að finna handbókina Virkni í skólastarfi sem gefin var út af Lýðheilsustöð 2010. Í handbókinni er lögð áhersla á daglega hreyfingu barna og að grunnskólar séu vettvangur til heilsueflingar. Lesa meira.

 

Jóga fellur vel að leiðbeiningum embættis landlæknis um virkni í skólastarfi og auðvelt er að flétta jóga inn í almennar kennslustundir innandyra og utandyra.

 

Heilsueflandi grunnskóli

Embætti landlæknis, velferðarráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið standa að þróunarstarfi um Heilsueflandi grunnskóla. Heilsueflandi skólar flétta heilsu og velferð saman við daglegt skólastarf, námskrá og árangursmat. Hugmyndin um heilsueflandi grunnskóla er byggð á Ottawasáttmála Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um heilsueflingu.

 

Ráðleggingar um hreyfingu

Ráðleggingar um hreyfingu er hefti sem Lýðheilsustöð gaf út árið 2008. Þar kemur fram að börn og unglingar ættu að hreyfa sig minnst 60 mínútur á dag og að hreyfingin eigi að vera bæði miðlungserfið og erfið. Einnig er mikilvægt að hreyfingin sé eins fjölbreytt og mögulegt er til að efla sem flesta þætti líkamshreysti, þar á meðal afkastagetu lungna, hjarta og æðakerfis sem og vöðvastyrk, liðleika, viðbragð og samhæfingu. Í ritinu er jóga flokkað sem miðlungserfið hreyfing. Lesa meira.

 

Jóga er góð leið til að kenna börnum styrkjandi æfingar sem auka blóðstreymi, æfa jafnvægi og samhæfingu ásamt því að vera liðkandi og slakandi.

Markmið Jógahjartans

 

* Að kenna jóga og hugleiðslu í 1.-3. bekk í fimm skólum Norðanlands og  fimm skólum á höfuðborgarsvæðinu/Suðurlandi árið 2014.

 

* Gera grunnfræðsluefni aðgengilegt á heimasíðu og fésbók.

 

* Vekja athygli á góðum kostum jógaæfinga og hugleiðslu sem byggja á kærleika og vellíðan en ekki samkeppni.

 

* Fjölga félögum í styrktarfélaginu Jógahjartans - látum jógahjartað stækka og eflast!

Markmið og stefna

  • Wix Facebook page
  • Blogger Basic Square
  • Instagram App Icon
  • YouTube Reflection
  • LinkedIn App Icon
bottom of page