top of page

Hér er að finna fróðleik um rannsóknir á jóga, hugleiðslu eða slökun fyrir börn. Við bætum við í safnið von bráðar. Einnig má senda okkur tengla á nýjar rannsóknir á jogahjartad@gmail.com. Hjálpumst að að vera upplýst.

Rannsóknir

Í stuttri samantekt um rannsóknir á áhrifum jóga, á líðan barna og unglinga, má sjá að þátttakenndur eru flestir mjög ánægðir með jógaiðkunina og almenn vellíðan eykst.

 

Eftir átta vikna námskeið þar sem jóga var kennt í bland við núvitund, batnaði sjálfstraust meðal þátttakennda og tilfinningajafnvægi varð meira, samanborið við viðmiðunarhóp. Athygli vakti að þátttakendur sögðust taka betur eftir streitu einkennum að námskeiðinu loknu en þeir sögðust jafnframt geta tekist betur á við streituna (White; 2012).

 

Eftir 10 vikna jóganámskeið fyrir unglinga, þar sem öndunaræfingar og slökun var líka kennd, mátti sjá að einkenni þunglyndis og kvíða urðu færri. Höfundar ályktuðu að jóga væri góð forvörn (Noggle, Steiner, Minami, Khalsa; 2012).

 

Svipuð rannsókn þar sem jóga var kennt í 12 vikur sýndi samskonar árangur, þátttakendur tilgreindu meira tilfinningajafnvægi og almenn vellíðan varð betri (Berger, Silver og Stein, 2009). Í annarri rannsókn (Mendelson og fél.; 2010) var kannaður árangur etir 12 vikna hugleiðsluþjálfun (núvitundarhugleiðsla) og þar tilgreindu þátttakendur minna grufl (e: rumination), höfðu færri ágengar hugsanir og tilfinningajafnvægi væri meira. Jóga hefur góð áhrif á einkenni ADHD hjá börnum samkvæmt rannsókn Balasubramaniam, Telles og Doraiswamy (2013).

 

Rannsóknir hafa sýnt að jóga hefur jákvæð áhrif á hegðun barna með einhverfurófsraskanir samkvæmt mati kennara (Rosenblatt, Gorantla, Torres og fél.; 2011). Börnin stunduðu jóga einu sinni í viku í 16 vikur á meðan viðmiðunarhópur gerði það sama og venjulega (Koenig, Bugley-Reen, Garg; 2012).

 

Nokkrar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á neinn mun milli jóga æfinga annarsvegar og hefðbundis leikfimitíma á sjálfstraust, hugarreikning, blóðþrýstings eða púls (Hagins, Haden og Daly; 2013 og Telles, Singh, Bhardwaj, Kumar og Balkrishna; 2013).

 

Í þessum rannsóknum var ekki tekið fram hverskonar jóga var kennt og hvort slökun og hugleiðsla var hluti af jógaiðkun barnanna. Kannski er hægt að draga þá ályktun að ef jóga er einungis kennt sem líkamlegar æfingar þá sé enginn munur á milli þeirra og annarrar hreyfingar á lundarfar, hegðunareinkenni eða líkamleg einkenni.

 

Til að jóga iðkun beri árangur verða öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla að fylgja.

 

 

 

Heimildir:

 

 

Balasubramaniam, M., Telles, S. og Doraiswamy, P.M. (2013). Yoga on our minds: a systematic review of yoga for neuropsychiatric disorders. Frontiers in Psychiatry. 25;3:117Berger, D.L., Silver, E.J. og Stein, R.E. (2009).

 

Effects of yoga on inner-city children's well-being: a pilot study. Alternative Therapies in Health and Medicine. 15(5):36-42.Hagins, M., Haden, S.C. og Daly, L.A. (2013).

 

A randomized controlled trial on the effects of yoga on stress reactivity in 6th grade students. Evidence Based Complementary and Alternative Medicine. 607134.Koenig, K.P., Buckley-Reen, A. og Garg, S., (2012).

 

Efficacy of the Get Ready to Learn yoga program among children with autism spectrum disorders: a pretest-posttest control group design. American Journal of Occupational Therapy. 66(5):538-46.Mendelson, T., Greenberg, M.T., Dariotis, J.K., Gould, L.F., Rhoades, B.L. og Leaf, P.J. (2010).

 

Feasibility and preliminary outcomes of a school-based mindfulness intervention for urban youth. Journal of Abnormal Child Psychology. 38;7 985-994Noggle, J.J., Steiner, N.J., Minami, T. og Khalsa, S.B. (2012).

 

Benefits of yoga for psychosocial well-being in a US high school curriculum: a preliminary randomized controlled trial. J Developmental and Behavioral Pediatrics. 33(3):193-201Rosenblatt, L.E., Gorantla, S., Torres, J.A., Yarmush, R.S., Rao, S., Park, E.R., Denninger, J.W., Benson, H., Fricchione, G.L., Bernstein, B. og Levine, J.B. (2011).

 

Relaxation response-based yoga improves functioning in young children with autism: a pilot study. Journal of Alternative and Complementary Medicine. 17(11):1029-35. Telles, S., Singh, N., Bhardwaj, A.K., Kumar, A. og Balkrishna, A. (2013).

 

Effect of yoga or physical exercise on physical, cognitive and emotional measures in children: a randomized controlled trial. Child and Adolescent Psychiatry and Mental Health. 7(1):37.White, L.S., (2012).

 

Reducing stress in school-age girls through mindful yoga. Journal of Pediatric Health Care. 26(1):45-56.

 

 

  • Wix Facebook page
  • Blogger Basic Square
  • Instagram App Icon
  • YouTube Reflection
  • LinkedIn App Icon
bottom of page