top of page

Þátttakendur veturinn 2014 - 2015

Megi eilífðarsól á þig skína

kærleikur umlykja

og þitt innra ljós þér lýsa

áfram þinn veg

Jógahjartað er styrktarfélag sem vinnur að því að veita börnum og unglingum aðgang að kennslu á jóga og hugleiðslu innan skólakerfisins.

 

Við erum 8 mæður og jógakennarar sem höfum áhuga á velferð barna almennt og er jóga og hugleiðsla eitt af því sem við teljum að gefi ungu fólki betri tengingu við sig sjálf á leið sinni í gegnum menntakerfið.

 

Jóga og hugleiðsluiðkun hefur án nokkurs vafa nært það góða innra með okkur öllum því rík áhersla er lögð á kærleikann, samhyggð og að vera góð manneskja.

 

Við höfum þá sýn að með því veita börnum aðgengi að jóga og hugleiðslukennslu innan skólakerfisins styrkjum við þau á skemmtilegan, uppbyggjandi og kærleiksríkan hátt. Við trúum því að ef börn læra að tileinka sér aðferðir sem hafa jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu þeirra styrkir það þau í að taka heilbrigðar og meðvitaðar ákvarðanir í lífinu. Þannig sjáum við fyrir okkur að við getum haft áhrif á samfélagið allt til góðs og hjálpað til við að skapa bjarta framtíð í friðsælum heimi.

 

 

 

Um Jógahjartað

  • Wix Facebook page
  • Blogger Basic Square
  • Instagram App Icon
  • YouTube Reflection
  • LinkedIn App Icon
bottom of page