top of page

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir

Kundalini jógakennari, jógískur ráðgjafi, grafískur hönnuður, barnajógakennari og Leiðsögunemi við EHÍ.

 

Arnbjörg lauk námi í Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan árið 2010 og námi í jógaþerapíu í New York árið 2012.  Hún fór í kennaranám í barnajóga sem nefnist Childplay hjá Gurudass Kaur og Level 1 í heilunarleiðinni Sat Nam Rasayan. Undanfarin ár hefur hún starfað í jógasal Ljósheima, hjá Græna Lótusnum og í Hörðuvallaskóla í rúm 2 ár auk þess að halda fjölskyldujóga- og barnajógaviðburði í skólum og á Barnadegi í Viðey. Á einn son sem er er liðtækur aðstoðarjógakennari. Salka forlag gaf út hennar fyrstu hugleiðslubók sem nefnist Hin sanna náttúra.

 

 

Eygló Lilja Hafsteinsdóttir

Kundalini jógakennari og Ashtanga jóga nemandi

 

Eygló hlaut alþjóðleg kennararéttindi í Kundalini Jóga eftir forskrift Yogi Bhajan árið 2009 og fór fljótlega að kenna Kundalini jóga og mömmujóga hjá Auði Bjarnadóttur í Jógasetrinu. Tók kennaranámskeið í barnajóga (Childplay) hjá Gurudass Kaur. Hún kynntist Ashtanga Vinyasa jóga þegar hún bjó í Vancouver í Kanada árið 2010 og iðkaði þar hjá Fiona Stang. Eftir að hún flutti heim til Íslands í lok árs 2011 gafst henni fljótt kostur á að fá kennaraþjálfun í Ashtanga Vinyasa jóga hjá Lawino Maria Johnson og stuttu síðar í jógakennaranámi Ingibjargar Stefánsdóttur þar sem hún nam m.a. hjá þeim Julie Martin og Ryan C Leier. Eygló er móðir þriggja drengja sem eru hennar uppáhalds kennarar í lífinu.

 

 

Védís Sigurjónsdóttir

Tölvunafræðingur, stundar meistaranám í stjórnun og stefnumótun við Háskóla Íslands.

 

Hefur stundað jóga í 15 ár, bæði hatha og kundalini jóga. Mikill náttúruunnandi og fjallahlaupari. Stundar hugleiðslu reglulega og notar hvert tækifæri sem gefst til að hugleiða í náttúrunni. Á tvo drengi sem veita innblástur á hverjum degi.

 

 

Dagmar Una Ólafsdóttir

Kundalini jógakennari.

 

Dagmar lauk alþjóðlegu Ashtanga jógakennaranámi í London árið 2006 þar sem hún bjó um tíma og kenndi þar jóga með náminu. Dagmar lauk kennaranámskeiði í krakkajóga (childplay yoga) árið 2011 og var yfirkennari námsins Gurudass Kaur.

Árið 2013 lauk hún svo alþjóðlegum kennararéttindum í Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bahjan og hefur starfað sem Kundalini kennari síðan og kennt krakkajóga í leikskólum. Dagmar hefur nýlega opnað Kundalinistöð á Selfossi sem að heitir Jógaloftið og heldur þar námskeið í Kundalini jóga og krakkajóga - Hún er búsett á Selfossi, er gift og á tvo syni og nýtur þess að stunda jóga með þeim enda er móðurhlutverkið og jóga hennar aðaláhugamál.

 

 

 

 

Sólveig Hlín Kristjánsdóttir

Sálfræðingur og jógakennari.

 

Hún hefur starfað við greiningu og meðferð barna og unglinga m.a. á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Hún útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskólanum í Kaupmannahöfn vorið 2005. Sólveig hefur haldið ýmis námskeið fyrir börn m.a. í tilfinningastjórnun og núvitund.

 

Huld Hafliðadóttir

Kundalini jógakennari og barnajógakennari.

 

Nam Kundalini jóga veturinn 2010-2011 undir yfirleiðsögn Gurudass Kaur Khalsa og hefur kennt kundalini jóga á Húsavík frá þeim tíma. Auk þess hefur hún haldið lengri og skemmri námskeið fyrir börn (10-12 ára) og kennt jóga á leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík. Síðastliðinn vetur hefur hún einnig kennt unglingum á Húsavík jóga, auk þess að leiða reglulega hugleiðslu og slökun í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík. Huld nam grunntækni Sat Nam Rasayan heilunar árin 2012-2013 og hefur lokið 1. og 2. stigi í Aqualead heilun. Huld á tvö börn sem, ásamt jóganu, minna hana á hverjum degi um hvað lífið raunverulega snýst.

Við erum jógakennarar sem eigum það sameiginlegt að vilja efla uppvaxandi kynslóð á líkama, huga og sál. Við erum með dýrmæta þekkingu og nýtum styrkleika hverrar og einnar vel í þessu samstarfi.

 

Fundir eru haldnir reglulega til að móta starfið. Unnið er óeigingjarnt starf við að taka saman fróðleik og lögð er áhersla á gott samstarf við grunnskóla. Við tökum að okkur kennslu auk þess sem við sinnum heimasíðu og fræðslu eftir bestu getu.

 

Hverjir kenna og aðstoða við kennslu á vorönn 2014?

 

Lundaskóli og Glerárskóli á Akureyri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gerður Ósk Hjaltadóttir

Gerður Ósk er leikskólakennari og jógakennari. Hún hefur mikið töluvert við jógakennslu með börnum á sl.árum í Eyjafirði í leikskólum og haldið námskeið fyrir eldri börn. Hún hefur lokið barnajóganámskeiðinu Childplay og lauk hún einnig alþjóðlegu kennaranámi í Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan í september 2014. Yfirkennari námsins var Dev Suroop Kaur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Martha Lilja Olsen

Martha Lilja Olsen lauk alþjóðlegu kennaranámi í Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan í september 2014. Yfirkennari námsins var Dev Suroop Kaur.

Martha Lilja hefur lokið BA-námi í sagnfræði frá Háskóla Íslands og diploma-námi í opinberri stjórnsýslu við sama skóla.  Einnig hefur hún lokið MA-námi í Evrópufræði frá Háskólanum á Bifröst. Hún starfaði m.a. í sex ár sem kennslustjóri við Háskólasetur Vestfjarða en starfar nú sem þýðandi hjá utanríkisráðuneytinu.

Martha Lilja hefur bæði iðkað Hatha jóga og Kundalini jóga en einnig hefur hún talsvert stundað pilates.  Fyrir utan jóga eru útihlaup ástríða Mörthu Lilju þegar kemur að hreyfingu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kristín Steindórsdóttir

Kristín er menntaður næringarþerapisti frá Center for ernæring og terapi CET í Kaupmannahöfn og hefur lokið kennaranámi í Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan. Einnig er hún í jógakennaranámi Kristbjargar sem stendur.

Kristín hefur mikla ástríðu fyrir öllu sem viðkemur heilbrigðum lífsstíl og hefur haldið ótal fyrirlestra og sett saman námskeið þar sem jóga og næringu er fléttað saman.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ester Guðbjörnsdóttir

Ester hefur aðstoðað okkur af og til við barnajógakennsluna í haust og vor og stefnir sjálf á barnajógakennaranámskeiðið Radiant Child Yoga sem verður í Reykjavík í ágúst nk.

 

 

 

 

 

 

 

 

Hörðuvallaskóli í Kópavogi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir

Arnbjörg Kristín lauk alþjóðlegu 200 klst kennaranámi í Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan árið 2011. Auk þess hefur hún lokið 300 klst námi í Kundalini Yoga Therapy í Golden Bridge Yoga í New York og barnajógakennara-náminu Childplay. Hún hefur kennt sl. 3 ár í Hörðuvallaskóla. Hún hefur sótt námskeið í ævafornu heilunarleiðinni Sat Nam Rasayan, námskeiðið Conscious Communication (level 2 námskeið í fræðum Kundalini jóga) og sótt tíma í gongspilun í Bandaríkjunum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eygló Lilja Hafsteinsdóttir

Eygló hlaut alþjóðleg kennararéttindi í Kundalini Jóga eftir forskrift Yogi Bhajan árið 2009 og fór fljótlega að kenna Kundalini jóga og mömmujóga hjá Auði Bjarnadóttur í Jógasetrinu. Tók kennaranámskeið í barnajóga (Childplay) hjá Gurudass Kaur. Hún kynntist Ashtanga Vinyasa jóga þegar hún bjó í Vancouver í Kanada árið 2010 og iðkaði þar hjá Fiona Stang. Eftir að hún flutti heim til Íslands í lok árs 2011 gafst henni fljótt kostur á að fá kennaraþjálfun í Ashtanga Vinyasa jóga hjá Lawino Maria Johnson og stuttu síðar í jógakennaranámi Ingibjargar Stefánsdóttur þar sem hún nam m.a. hjá þeim Julie Martin og Ryan C Leier. Eygló er móðir þriggja drengja sem eru hennar uppáhalds kennarar í lífinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Halldóra Markúsdóttir

Barna jógakennari, Leik- og Kvikmyndagerðarkona og Dansleikhúsþjálfi.

Halldóra hefur nýlokið barnakennara námi í Childplay jóga hjá Gurudass Kaur.

Hún stundar kennaranám í Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan og útskrifast sumarið 2015. Sumarið 2014 kenndi hún fjölda Æskusirkus námskeiða hjá Sirkus Íslands og hafði gaman af. Hún er einnig leikkona og kvikmyndagerðarkona, útskrifuð 2013 frá Kvikmyndaskóla Íslands. Halldóra hefur verið aðstoðar barnajógakennari í Hörðuvallaskóla og Landakotskóla núna í vetur og líkar vel að vinna með börnum. Hún er einnig að kenna jóga í Vallaskóla á Selfossi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

So Pushpa

Jógakennari

So Pushpa kenndi með Jógahjartanu í haust og er lærður Kundalini jógakennari eftir forskrift Yogi Bhajan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Helena Jónsdóttir

Jógakennari

Helena kenndi með Jógahjartanu í haust og er lærður Kundalini jógakennari eftir forskrift Yogi Bhajan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guðrún Theodóra Hrafnsdóttir

Jógakennari

Guðrún hefur starfað með Jógahjartanu sl árið og er jógakennari sjálf. Hún kenndi í Hörðuvallaskóla á haustönn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafdís Hrund

Aðstoðarkennari

Hafdís styður velferð barna innan skólakerfisins og hlakkar til að veita stuðning eftir þörfum í tíma.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Katrín Helgadóttir

Aðstoðarkennari

Katrín styður velferð barna innan skólakerfisins og hlakkar til að veita stuðning eftir þörfum í tíma.

 

 

 

 

Verndarar og jógakennarar Jógahjartans (sjá neðar)

  • Wix Facebook page
  • Blogger Basic Square
  • Instagram App Icon
  • YouTube Reflection
  • LinkedIn App Icon
bottom of page