top of page

Verkefni

Kennsla í grunnskólum

Stefnt er að því að veita börnum aðgang að jóga og hugleiðslu í 5 skólum norðanlands og 5 skólum á höfuðborgarsvæðinu með markvissum hætti á haustönn 2014.

Hafðu samband ef þú hefur áhuga á samstarfi.

Fræðslufundir

Tvisvar á ári verður félagsmönnum Jógahjartans boðið að sækja fræðuslufundi til að kynna sér starfsemina og fá fróðleik í tengslum við kennslu.

Vefsíða og fésbókarsíða

Vefsíða Jógahjartans ásamt fésbókarsíðu er vettvangur þar sem við getum átt samskipti og skoðað fróðlegt efni í tengslum við starfið.

Fjáraflanir

Komdu í jógatíma og styrktu gott málefni! Fylgstu með á fésbókarsíðu Jógahjartans hvenær næsti Jóga til góðs viðburður verður haldinn.

Fjölskyldujóga til góðs í Hofi 18.4. Sjá myndir.

 

Næsti viðburður verður í Viðey þann 7. júní nk. kl. 13-14:30.

Rannsóknir

Á vefsíðunni verður fylgst með rannsóknum á áhrifum jóga og hugleiðslu á börn og unglinga.

 

Lestu meira.

Kærleikurinn

​Grunnurinn í starfi Jógahjartans er kærleikurinn, til okkar sjálfra og til annarra. Jóga og hugleiðsla eflir allt það góða sem í okkur býr og við viljum leggja okkar af mörkum til að kærleikur og góðvild eflist innra með börnunum okkar í skólakerfinu.

  • Wix Facebook page
  • Blogger Basic Square
  • Instagram App Icon
  • YouTube Reflection
  • LinkedIn App Icon
bottom of page