top of page

Styrkur til þriggja verkefna - Sæktu um fyrir 1. febrúar 2016!

  • Wix Facebook page
  • Blogger Basic Square
  • Instagram App Icon
  • YouTube Reflection
  • LinkedIn App Icon

Jógahjartað auglýsir til umsóknar þrjá styrki að upphæð 50.000,-kr.

Styrkurinn er ætlaður til kennslu (fríir tímar fyrir 6-18 ára innan grunnskóla), þróunar og/eða útgáfu á kennsluefni í jóga, hugleiðslu eða slökunaraðferðum ætlað börnum og unglingum á aldrinum 6-18 ára.

 

Hverjir geta sótt um?

Jógakennarar, grunnskólakennarar, framhaldsskólakennarar,

frístundaleiðbeinendur og aðrir sem er annt um heilsu barna.

Styrkurinn er veittur til lögráða einstaklinga (ekki fyrirtækja).

 

Hvað er styrkhæft?

 

  • Kennsla á jóga, hugleiðslu eða slökunaraðferðum fyrir fólk á aldrinum 6-18 ára.

  • Útgáfa um jóga, hugleiðslu eða slökunaraðferðir á íslensku á prenti, rafrænu formi eða öðru formi sem höfðar til 6-18 ára fólks.

  • Þróun og/eða útgáfa á kennsluefni á íslensku í jóga, hugleiðslu eða slökun fyrir fólk á aldrinum 6-18 ára.

 

Hvenær þarf að sækja um?

Styrkumsókn þarf að skila fyrir 1. febrúar 2016 á netfangið jogahjartad@gmail.com.

Styrkjum verður úthlutað 15. febrúar 2016.

Umsóknin þarf að vera á íslensku.

Jógahjartað áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

 

Mat á árangri

Styrkþegi skal skila greinargerð til Jógahjartans um ráðstöfun styrksins þegar verkefnið er að

fullu komið til framkvæmda, en þó eigi síðar en 30. maí 2016. Með greinargerðinni skal fylgja kostnaðaryfirlit og frumgögn sem sýna hvernig styrknum hefur verið varið. Styrkþegi skuldbindur sig til að endurgreiða styrkinn að hluta eða öllu leiti, ef honum hefur ekki verið varið til viðkomandi verkefnis innan eins árs frá greiðslu styrksins eða ef vikið hefur verið frá upplýsingum í umsókn.

 

 

Greiðslufyrirkomulag

Styrkurinn greiðist í einu lagi inn á reikning styrkþega.

Styrkþegi skal láta þess getið í kynningarefni og útgefnu efni að verkefnið hafi hlotið styrk frá Jógahjartanu.

bottom of page